Hvaða starf er mikilvægast?

Mín skoðun er sú að móðurhluverkið sé æðsta starf sem til er og næst því er föðurhlutverkið. En það er sorglega lítils metið í dag. Ég vil hefja það til vegs og virðingar því ekkert kemur í staðinn fyrir góða foreldra sem hugsa vel um börnin sín. En því miður er þjóðfélagið orðið svo stofnanna vætt að það er jafnvel farið að panta leikskólapláss fyrir barnið um leið og það kemur undir, það finnst mér sorglegt. Er fólk þá bara að eiga börn til að setja þau á stofnun? Ég held ekki.  Heldur er búið að telja fólki trú um það að það sé réttur hvers barns að vera á leikskóla. Ég segi hins vegar að það sé réttur hvers barns að vera meira með foreldrum sínum en nú er.

 Ég hef grun um það að það sé fullt af konum og hugsanlega körlum sem myndu vilja vera meira með börnum sínum en geta það ekki af fjárhagslegum ástæðum og vil ég bæta úr því í gegnum skattakerfið og mun ég skýra það frekar þegar ég segi ykkur hvernig ég vil breyta því ykkur til hagsbóta og börnunum ykkar. Ég fór inn á heimasíðu Akureyrarbæjar sem auglýsa sig upp sem fjöldskylduvæna til að gá hvort þeir væru ekki með á stefnuskrá sinni að auðvelda foreldrum að vera meira með börnunum sínum með fjárstuðningi en ég fann ekkert um það, hinsvegar voru þeir tilbúnir að styrkja ýmislegt annað sem skiptir minna máli að mínu mati.

ÉG SKORA Á BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR OG AÐRAR GÓÐAR BÆJARSTJÓRNIR AÐ BJÓÐA UPP Á ÞAÐ AÐ FORELDRAR GETI SÓTT UM AÐ FÁ STYRK FRÁ BÆNUM SEM NEMUR ÞVÍ SEM BÆRINN ER AÐ GREIÐA FYRIR LEIKSKÓLANN FYRIR VIÐKOMANDI BARN.  ÞANNIG AÐ FORELDRIÐ GETI VALIÐ HVORT ÞAРER HEIMA MEÐ BARNIÐ EÐA SETJI ÞAÐ Á LEIKSKÓLANN. ÞAÐ MYNDI ÉG KALLA ALVÖRU FJÖLSKYLDUSTEFNU . 

Ágætu foreldrar, ég á sjálf 8 börn og ég get með góðri samvisku sagt að það að vera með börnunum mínum  á meðan þau voru lítil er dásamlegasti tími í mínu lífi.

Ég er ekki að setja út á leikskóla sem slíka heldur tel ég að réttur barnsins sé fyrir borð borinn með lítilli samveru við foreldra sína. Ágætu mæður það er ekkert til að skammast sín fyrir að vilja vera hjá börnunum sínum. Við erum ólík karlar og konur og það á ekki að vera að reyna að gera konur að körlum og karla að konum við eigum að njóta þess að vera konur á okkar forsendum og eins er með karlana. Heyrumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hjó eftir að þú setur móðurhlutverk nr. 1 og föðurhlutverk nr. 2.  Hver er munurinn á þessum tveimur hlutverkum?  Hví er móðurhlutverk mikilvægara en hlutverk föður.  Þetta er bara alls ekki rétt að mínu mati og mér finnst það afturhvarf til fortíðar að setja einhvern topp-10 lista yfir svona hluti.

Auðvitað eru leikskólar nauðsynlegir.  Þeir eru jú skólastofnanir og þar taka börn út mikinn félagslegan þroska.  Hins vegar er rétt að börn hafa ekki nægan tíma með foreldrum og það verður að laga.  Takk fyrir pistilinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir

Ég set móðurhlutverkið í fyrsta sæti vegna þess að við verðum alltaf  tengdari barninu vegna þess að við göngum með það og fæðum það í þennann heim karlarnr munu aldrei upplifa það sama og við .Ég er alsekki að gera lítið úr feðrum þessa lands það er misskilingur hjá þer´´Eg ber fulla virðingu fyrir þeim.Ég tel hinsvegar að barnið geti bæði lært og þroskast á sínu heimili.

Og guð forði börnum þessa lands frá því að verða skólaskyld 4 ára leyfum þeim að vera börn og leika sér til 6 ára aldurs nógur er tíminn að setjast á skólabekk eftir það.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, 17.3.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl Brynja. Ég er alveg sammála þér.

Georg Eiður Arnarson, 18.3.2007 kl. 11:01

4 identicon

Ég er mjög svo sammála þér með það að það sé ekki þörf á að skólaskylda börn allt niður í 4 ára. Þau rök að það sé til styttingar skólanum tel ég heldur ekki góð þar sem að nemendur þyrftu þá væntanleg að taka ákvörðun um framhaldskólanám eða atvinnu mun fyrr en hingað til hefur verið og tel ég af eigin reynslu og af sögum annarra að fáir séu tilbúnir til þess 16 ára (eins og er nú), hvað þá yngri.

Margrét Hrund (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband