Hver er réttur barna fráskilinna foreldra?

Hvert er hlutverk barnaverndarnefndar er það ekki að gæta réttar barnsins í hvívetna og að ekki sé á því brotið.  

Það er sorglegt hvernig börnin lenda á milli foreldra sem skilja .

Ég vil skora á alla sem skilja að hugsa um það hvað er best fyrir blessuð börnin  og reyna að leysa málin í sátt og samlyndi svo börnin hljóti ekki skaða af. Það er vissulega nógu erfitt fyrir þau að sjá á eftir öðru foreldrinu flytja burt af heimilinu. Þó þau lendi ekki í einhverri orrahríð á milli pabba og mömmu líka. 

Það er mikil nauðsyn að velja góða og hæfa einstaklinga  í barnaverndarnefndir.

Fólk sem ber virðingu fyrir börnum og ber hag þeirra fyrir brjósti í hvívetna.

Fólk sem leggur sig í líma til að setja sig inn í mál foreldrana og sætta þeirra sjónarmið  og leysa málin öllum til hagsbóta


Kærleiksstjórnin.

Ég leyfi mér að koma með nafn á afkvæmi Geirs og Ingibjargar , en með þeim hafa tekist heitar ástir eins og sést hefur í fjölmiðlum síðustu daga. Mikið um faðmlög og kossa. Vonandi að það þýði gott og ljúft afkvæmi sem ég gef nafnið kærleiksstjórnin.

Þakkir til allra.

Ágætu flokkssystkini sem voru með á framboðslista F F kærar þakkir fyrir samstarfið. Allir sem gáfu okkur atkvæði sitt á kjördag og studdu okkur og okkar góða málstað í gegnum súrt og sætt hafið kæra þökk fyrir.

 Þetta var lærdómríkt og maður sá ýmislegt í nýju ljósi. Það er ansi margt sem betur má fara í þjóðfélaginu og þarf að taka á, en stór spurning hvort það verður gert á þessu kjörtímabili.

Allir sem gáfu sér tíma í að  spjalla þakka ég skemmtilega viðkynningu  það var gaman að kynnast ykkur. Einnig þakka ég fyrir góðar móttökur á fjölmörgum vinnustöðum og gott og fróðlegt spjall þar.

Við þurfum að standa saman og eiga góða samvinnu það er það sem skiftir máli til að ná árangri.

Kær kveðja Brynja Hlíf. 


Bændur og ríkisstyrkir.

Landbúnaðarstefna stjórnvalda er að ganga að landbúnaðinum dauðum. Hún kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun í greininni vegna þess að það er svo dýrt að kaupa sér jörð og framleiðslurétt, að ungt fólk leggur ekki í það. Það er vonlaust fyrir þann sem ekki kaupir sér rétt að fara út í mjólkurframleiðslu eða lambakjöt vegna þess að þeir hafa yfirburðastöðu sem eru fyrir í greininni og fá himinháa styrki úr ríkissjóði.

 Maður sem er með 300.000 lítra mjólkurrétt fær td 12.000.000 úr ríkissjóði árlega er það ekki dæmalaust með svo stórt bú . Það er ekki að sjá að hagkvæmnin sé mikil ef þetta stóra bú getur ekki rekið sig á markaðinum, eins og td svínabændur, nautakjötsbændur, alifuglabændur,hrossabændur,eggjabændur. Þetta er allt án ríkisstyrkja og þarf að lúta lögmáli markaðarsins. Eiga bændur ekki að búa allir við það sama, þarna er mikið misrétti í gangi og kemur óneitalega spánskt fyrir sjónir á þessum jafnréttistímum þegar allir krefjast sömulauna fyrir sömu störf.

Hvað með annan atvinnurekstur ekki býr hann við ríkisstyrki.

Stjórnunin í landbúnaðinum hefur í 30 ár alið á misrétti í bændastétt og er löngu tímabært að aflétta þessu helsi af bændum svo hver og einn fái notið sín á eigin forsemdum og án framleiðslustyrkja. Við hjá Frjálslyndum viljum frekar taka upp byggðastyrki sem tengdust þá framkvæmdum á jörðinni, fjöldskyldustærð og viðkomandi yrði að búa á jörðinni og þannig styrkur kæmi bara þeirri jörð til góða og ekki væri hægt að framselja hann. Allir sætu við sama borð.  Bændur sem aðrir atvinnurekendur eiga að hafa aðgang að fjármagni á góðum kjörum.

Þeir sem kynnu að reka bú sín af hagkvæmi mundu lifa en hinir mundu heltast úr lestinni  það er það eina rétta, þannig er það í öðrum atvinnuresktri.

Ég hef reynslu af að búa í frjálsum búskap fyrir tíma kvótastýringar og líka í hafta búskap þar sem þeir sem voru ríkisstyrktir gátu boðið niður úr öllu valdi það sem ég framleiddi, það er skammarlegt kerfi og á ekki að líðast.

Ég vil frelsi og jafnrétti í greininni svo sveitir landsins blómstri á ný og ungt og dugandi fólk geti hafið búskap á jafnréttisgrunni.

 


Aldraðir og réttindi þeirra.

Óréttlæti eins og það að lífeyrisgeiðslur skerði ellilífeyri sem er lögboðinn eftir 67 ára aldur á ekki að líðast. Þegar fólk var skyldað til að greiða ílífeyrissjóð á sínum tíma, þá átti það að vera viðbót við ellilaunin en ekki skerðing eins og raunin er í dag. Auk þess sem verið er að skattleggja lífeyrisgreiðslur tvisvar hjá fjölda fólks og er það hreinn og klár þjófnaður.

 Auka séreignalífeyrisjóðurinn á algjörlega að vera fyrir utan þessar greiðslur og ekki bera hærri skatt en 10%. Fólk á að geta ráðstafað honum eins og það vill og ekki að vera með einhverja skömmtunastefnu á honum. Hann er eign þess sem safnar og á hinn sami að geta tekið hann út þegar honum þóknast.

Afnema tekjutengingu við maka.

Frítekjumark 1.000.000 án skerðingar bóta, enda vandséð að það sé ekki til bóta fyrir þjóðfélagið að fólk taki þátt í að skapa verðmæti fyrir land og lýð.

Auka hemaþjónustu við aldraða þannig að þeir geti haft val um það að vera heima eða á stofnun.

Koma á kerfi ummönnunarbóta til aðstandenda og eða vina sem annast aldraða.


Börnin okkar

Ágætu foreldrar mér er það sönn ánægja að segja frá því að í öllum mínum samtölum við ungt fólk með börn segjast þeir mundu vilja geta verið meira með börnunum sínum ef þeir gætu það fjárhagslega. Ég vil hvetja foreldra að safna undirskriftum um það, að þeir geti sótt um það til bæjarfélagsins að fá upphæðina sem er borguð til leikskólans til sín svo þau geti verið heima lengur en fæðingarorlofið nær. Það væri frábært bæði fyrir foreldrana og barnið. Ég segi hiklaust að það eigi að bjóða þennan valkost áður en að ráðist er í að byggja fleiri leikskóla þetta styrkir tengsl foreldra og barna og gefur þeim nýja sýn á lífið. Það er orðið alltof stofnannavætt.

Spilling ríkisstjórnarinnar.

Það er algjört hneysli hvernig íhald og framsókn hafa ausið fé á báða bóga síðan þinghald lauk í vor. Mér finnst að það ætti að vera bannað að fráfarandi stjórn geti hagað sér svona til að kaupa sér atkvæði. Það er samt hlægilegast síðasta útspil Sivjar  við tannlæknafélag Íslands þetta með 3 og 12 ára börnin. Hvers eiga hin að gjalda eða heldur framsókn að það skemmist bara tennur í þessum tveimur árgöngum.

Fundur Alþjóðastofu á Akureyri 18.04.2007. Um innflytjendamál.

Ég sat þennann fund sem frambjóðandi Frjálslyndaflokksins og átti hann að fjalla um innflytjendamál, en það var tekinn dágóður tími til að rakka niður FF og frambjóðendur hans eins og Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson sem mér fannst að hefði átt að vera fyrir neðan virðingu lektorana skólagegnu sem voru að láta ljós sitt skína á ósmekklegan hátt að þeim fjarstöddum. Þannig að þeir gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér. Svona smekkleysa ber ekki vott um mikla menntun hjá þeim því sagt er að menntun eyði fordómum. Plataði ég einn þeirra með því að segja við hann að ég ætlaði að þakka honum fyrir málefnalega umræðu um flokkinn minn og kokgleypti hann það og sagðist nú ekki hafa verið að hæla flokknum  hann hélt greinilega að ég hefði ekki skilið ómerkilegheitin í honum. Þessi sami setti sig á háan hest og taldi að þeir sem ekki skrifuðu rétt og hefðu ekki kommur og punkta í lagi hefðu ekkert inn á bloggið að gera. Ef þetta telst ekki að líta niður á fólk þá veit ég ekki hvað það er. En ég segi látið ekki svona hrokagikki hræða ykkur frá því að blogga þeir eiga engann rétt um fram aðra að gera það.

Það kom fram þarna að það eru 120 þjóðarbrot  á Íslandi og ansi margt sem þarf að bæta til  að hægt sé að segja að hlutirnir séu í lagi.  Svo sem ónóg íslenskukennsla. Nýbúi taldi sig ekki vera tekinn með í félagslífið í skólanum, átti erfitt með að hjálpa barninu  með heimanám. Hinsvegar var ekki verið að fjalla um það sem máli skipti fyrir fólkið svo sem húsnæðismál. Börn vantar enn kennitölur , kennslan engan veginn viðunandi fyrir börnin í skólunum, nýbúar að vinna á elliheimilum mállausir, sem er óvirðing bæði við þá og gamla fólkið að geta ekki haft eðlileg samskipti svo eitthvað sé talið .

 

Svo var alveg frábært að það var verið að hnýta í okkur að við segðum "þetta fólk", en svo henti það bæði konuna sem stóð fyrir þessu að segja "þetta fólk" og líka aðra konu sem gerði ritgerð um flóttafólk að hún sagði ítrekað "þetta fólk" og "þessir krakkar" um börnin þeirra en mér dettur samt ekki í hug að það hafi átt að vera í niðrandi merkingu, ég er ekki svo öfgafull.


Tennur, augu og drykkjusýki.

Ég hef of velt því fyrir mér hvers þeir eiga að gjalda, sem hafa slæmar tennur og sjá illa. Oft getur það meira segja farið saman, að það hrjái sama mann og getur það því verið umtalsverður kostnaður fyrir viðkomandi, en er ekki inni í heilbrigðiskerfinu og finnst mér löngu tímabært að fara að taka það inn. Þetta tvennt  tel ég mjög svo nauðsynlegt að hafa í lagi fyrir almenna vellíðan. Það hefur verið gerð  augnaðgerð á fjölda manns með mjög góðum árangri, en hún kostar mikinn pening og þeir sem minnst hafa á milli handanna eiga ekki kost á því að komast í hana af fjárhagsástæðum sem er ekki sanngjarnt þessu þarf að breyta sem fyrst. ÞAÐ ERU MANNRÉTTINDI.

 Á sama tíma er búið að reka meðferðarheimili fyrir drykkjusjúka árum saman, sem er af hinu góða í sjálfu sér, nema mér finnst það ekki ásættanlegt að menn geti komið þar endalaust og verið haldið uppi af skattborgurunum, það tel ég vera óstjórn og ekki til þess fallið að ná árangri. Betra væri að það væri ekki hægt að komast þarna inn nema tvisvar, því að þá yrðir viðkomandi að taka á sínum málum af alvöru, en gerir það ekki með svona reglum.


Íslendingar og nýbúar.

Ég velti fyrir mér hvernig stendur á því að  sumt fólk hefur á móti því að hafa góða stjórn á öllum málum nýbúa sem vilja setjast að á Íslandi. Ekki mundum við vilja að það væri komið fram við okkur í öðru landi þannig, að við fengjum bara lélegustu störfin og verst borguðu og jafnvel einhver skammarlaun eins og dæmi er um að hafi verið gert við nýbúa hér. Mér væri óneitanlega mun rórra í skapi, ef barnið mitt væri að flytja til annars lands, að þar væri góð stjórn á öllum hlutum ,sem snerti nýbúa þess lands. Og mun ánæjulegra heldur en að það gæti flætt fólk stjórnlaust ínn í landið og hefði svo hvorki vinnu né neina þjónustu og byggi við sult og seyru. Ég er ekki að segja að ástandið sé svona hérna núna en það gæti hins vegar komið upp ef við gerum ekkert í málunum. Því er betra  að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní, heldur en að fljóta að feigðarósi.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband