Börnin okkar

Ágætu foreldrar mér er það sönn ánægja að segja frá því að í öllum mínum samtölum við ungt fólk með börn segjast þeir mundu vilja geta verið meira með börnunum sínum ef þeir gætu það fjárhagslega. Ég vil hvetja foreldra að safna undirskriftum um það, að þeir geti sótt um það til bæjarfélagsins að fá upphæðina sem er borguð til leikskólans til sín svo þau geti verið heima lengur en fæðingarorlofið nær. Það væri frábært bæði fyrir foreldrana og barnið. Ég segi hiklaust að það eigi að bjóða þennan valkost áður en að ráðist er í að byggja fleiri leikskóla þetta styrkir tengsl foreldra og barna og gefur þeim nýja sýn á lífið. Það er orðið alltof stofnannavætt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er hrædd um að málið sé ekki svona einfalt. Ég get sagt þér það að þau börn sem eru hvað lengst á leikskólum hér í Reykjavík ,allt að 9 tíma á dag, eru ekki börn láglaunafólksins heldur börn foreldra á framabraut. Það hefur líka verið gerð könnun á því hvort börnin séu eitthvað skemur á leikskólanum þegar annað foreldrið er í fæðingarorlofi og því miður er sá munur vart mælanlegur. 

Þóra Guðmundsdóttir, 6.5.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir

Lítil börn eiga allan rétt á því  að geta notið þess að alast upp á sínu heimili í skjóli foreldra sinna. Það er að sjálfsögðu ákvörðun foreldrana hvort þeirra væri heima. Mér þykir mjög vænt um lítil börn og mun berjast fyrir sjálfsögðum réttindum þeirra hvað sem öllum feministum líður

 Fæðingarorlofið þarf að lengja og eiga foreldrar alfarið að ráða því hvernig þau haga því  og allir eiga að fá jafnt hvort heldur er húsmóðirin eða hátekjumaðurinn. Ég lít svo á að hátekjumaðurinn mundi ná auknum þroska við að prufa það hvernig það er að lifa á lægri launum og eiga ekki fyrir salti í grautinn.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, 7.5.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband