Var fæðingarorlofið ekki sett fyrir barnið?

Það eru ein ólögin sem voru sett þegar nýjustu fæðingarorlofslögin voru sett að  einstætt foreldri fengi bara 6 mánuði í stað 9 hjá sambúðarfólki og hjónum. Og maður spyr sig var verið að setja þetta fyrir foreldrið eða barnið? Ég hef alltaf litið svo á að þetta væri fyrir barnið. Þessu þarf að sjálfsögðu að breyta og það strax.

 Auk þess sem það þarf að lengja fæðingarorlofið í að minnsta kosti eitt ár helst lengur,tvö ár væri gott,  þrjú ár frábært. Ég held að við þurfum alvarlega að huga að því að styrkja fjölskyldu tengslin og eyða meiri fé í þessi mál ef það gæti komið í veg fyrir að börn og unglingar lendi á glapstigu vegna ónægra tengsla við sína nánustu væri það besta forvörnin .Það er sorglegt til þess að vita að börn og unglingar eru svo einmana í dag að þau leiðast út i allra handa vitleysur, fremja jafnvel sjálfsmorð í örvæntingu.

16 mánaða gamalt barn er alltof ungt til að fara á leikskóla, það þarf á ást og umhyggju  foreldra sinna að halda, leikskólinn getur aldrei komið í stað góðra og umhyggjusamra foreldra. Barnið er í mikilli þörf fyri ást og umhyggju  og fagmennska leikskólanna jafnast aldrei á við hana. Ég veit að það er fullt af góðum foreldrum sem mundu glaðir vera heima hjá sínu barni ef þau gætu það fjárhagslega.

 Því segi ég, að það á að bjóða fólki að hafa val um að hafa barnið heima eða setja það á leikskóla með því að borga foreldrum það beint sem bæjar eða sveitarfélag er að borga til leikskólans vegna hvers barns. Síðan þarf að hækka barnabætur umtalsvert hjá tekjulágu fólki. Ef þetta skilaði sér í færri afbrotum og minni fíkniefnaneyslu þá gæti peningunum ekki verið betur varið , því börnin okkar eru nú einu sinni framtíðin  og það dýrmætasa af öllu í heimi hér.

Að hafa frían leikskóla tel ég að mundi ekki skila neinu af því sem ég hef verið að skrifa hér aðeins auka á einmana leika og óhamingju barnana okkar en ekki færa þeim hamingju eins og þau mundu njóta heima hjá sér og síðan þyrfti að leggja pening í að reyna bjarga þeim þegar í óefni er komið.

Því segi ég betra er að byrgja brunninn áður en að barnið er dottið ofaní.

Við hjá Frjálslynda flokknum viljum styrkja fjölskylduböndin og færa gleði og hamingju inn í lítil hjörtu munið því að setja. X-F. 12 MAÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Brynja.

Innilega sammála þér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2007 kl. 02:34

2 identicon

Já elsku mamma, hvert ætti ég að leita þessa dagana ef að ég byggi ekki að tengslum mínum við ykkur? Ef ég hefði verið á leikskóla fyrstu æviárin þá hefðu þær góðu konur, sem unnu á þeim stofnunum á mínum bernskuárum ekki mætt til mín í gær með nýsteiktar kleinur og klapp á öxlina. Það er sama hversu góða þjónustu við náum að bjóða í gegnum félagslega kerfið, það kemur ekkert í staðinn fyrir mömmukleinur og knús.

 Takk fyrir okkur aftur (en Tóa er víst með smá hitavellu eftir bíltúrinn með ömmu sinni  ).

  Stína

Kristín Hlíf Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:43

3 identicon

Langaði til að koma með annan punkt. Skilnaðir eru alltaf að verða algengari. Flest getum við skilið það að hraðinn í þjóðfélaginu í dag hefur þar áhrif. Fólk er of upptekið til að rækta sambandið við makann. En við höfum þó öll frekar val um það að reyna að hægja á okkur og fara að rækta sambandið betur eða að skilja og vona að næsta samband geti gengið upp bara af sjálfu sér í tímaleysinu.

Börnin hafa hvorki þann valkost að geta hægt sjálf á því hraða lífsmynstri sem fjölskyldurnar lifa oft á tíðum við á þeirra fyrstu æviárum né geta þau skilið við foreldrana ef þau fara að upplifa sig ókunnuga þeim.

Aðstæður í þjóðfélaginu þurfa að vera þannig að það sé hvetjandi fyrir barnafólk að annað foreldrið sé heima fyrstu árin á meðan grunnur er lagður að tengslum sem börnin geta treyst á fram á fullorðinsár. Þetta ætti að vera algert grundvallarmál í stjórnkerfinu þar sem annað er aðeins ávísun á stöðuga fjölgun félagslegra vandamála.

Æ, hvað ég vona að einhver fari að gera almennilegan skurk í þessum málaflokki!

Veit að þú yrðir hörð í horn að taka ef þú fengir tækifæri til þess 

Stína

Kristín Hlíf Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband