Mesti þjófnaður Íslandsögunnar, löglegt en siðlaust

Þegar Ólafslög Framsóknarflokksins 1979 voru samþykkt, með dyggum stuðningi Krata, var alþýðu þessa lands komið í skuldafangelsi allt sitt líf. Á ég þá við verðtrygginguna, því hún er algjör svívirða og á enga hliðstæðu í öðrum löndum.  Það er alveg útilokað að það geti talist eðlilegir viðskiptahættir að skuldin aukist í hverjum mánuði þrátt fyrir að fólk borgi himinháar upphæðir mánaðarlega. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst og afnema þann óskapnað úr íslensku þjóðlífi, þetta er þjóðarskömm.  Því segi ég: Þetta er hreinn og klár þjófnaður.

Ég tók erlent húsnæðislán í desember 2004 upp á 10 milljónir , 50% í japönsku jeni og 50% í svissneskum frönkum. Vextir af jeninu eru 2.4% og frönkunum 3.9% með vaxtaálagi. Það er sannarlega annað líf að vera  með svona húsnæðislán sem maður sér lækka í hverjum mánuði. Áætluð greiðsla á mánuði var 55.000, en hefur lengst af verið fyrir neðan það, lægst farið í 43.000 á mánuði, en sex sinnum farið ofan við 55.000, mest 59.000. Best er að taka erlent lán þegar gengisvísitalan er há en ekki langt niðri, best væri 120.000-130.000, því þá getur maður varla annað en grætt. Ef maður hinsvegar tæki það þegar gengisvísitalan væri lág þá gæti maður verið í verri málum.  Ég greiddi í afborganir 403.708 og í vexti 247.513 á síðasta ári. Lánið er til 25 ára og get ég borgað inn á það aukalega hvenær sem ég vil, án aukakostnaðar. Það myndi breyta miklu fyrir þá sem hafa lítið milli handanna í peningum ef verðtryggingin yrði afnumin og vextirnir lækkaðir, helst niður í 3-4% á húsnæðislánum. Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtryggingu, kjósið því X-F 12. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband