Guðjón góður að vanda.

Guðjón  Arnar stóð sig vel að vanda í kvöld á Stöð tvö.Hann er heilsteyptur og heiðarlegur í allri sinni framgöngu og samkvæmur sjálfum sér. Það er ljóst að þar fer maður sem þorir getur og vill, það sem íbúum þessa lands kemur best og hvikar hvergi. Ég minnist þess ekki að nokkur stjórnmálamaður hafi viðhaft þau orð sem Guðjón sagði á landsfundi Frjálslynda flokksins 2007 þegar hann sagði aðspurður." Að vera á Alþingi er bara vinna", það er nefnilega málið að þannig hugsa þeir sem sem vilja vinna fyrir íbúa þessa lands. Hinir sem sjá ekkert nema með blinda auganu eiga bara ekkert erindi þangað og því miður eru alltof margir  sem þannig er ástatt um , samanber fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna sem reyndu bara að klóra yfir óþverran sem þeir skilja eftir sig. Það er orðið hlægilegt þetta með innflytjendamálin. Á maður að trúa því að fólk skilji ekki mælt mál, það er að segja að Frjálslyndi flokkurinn leggji áherslu á það að það sé hugsað jafn vel um innflytjendur og þá sem búa fyrir í landinu. Ég leyfi mér að efast um að einhver meini það í raun, ef hann hugsar sig vel um,  að það sé ekki af hinu góða að hafa gott eftirlit og góða stjórn á þessum málum. Best gæti ég trúað því að þeir sem hrópa hæst um rasisma séu það sjálfir inn við beinið því margur heldur mig sig eins og máltækið segir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Brynja.

Það er mikið rétt Guðjón stendur sig vel, og Sigurjón og Magnús líka enda ofurvinna að vera þrír þingmenn flokks á þingi um tíma.

Upplýst umræða eyðir fordómum og allt hjal um " rasisma " fer eins og búmerang til baka í fangið á þeim sem það orð vilja viðhafa um okkur sem þorum að ræða málin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.3.2007 kl. 01:42

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála.

Georg Eiður Arnarson, 29.3.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband