Af hverju voru mannréttindi tekin af öryrkjum?

Hvernig stendur á því að fólk missir mannréttindi við að fara á örorku. Ég þekki konu sem er öryrki, metin 75% en er samt 100% öryrki furðulegt að vera þá ekki bara metin 100%. Hún  fékk sér vinnu tvo hálfa daga í viku, samtals 8 tíma, hafði í örorkubætur 58.000 á mánuði. Þvílík rausn. Við að fara í þessa litlu vinnu missti hún 8000 krónur af þessum rosalegu bótum. Að sjálfsögðu alltof mikið handa henni, hún er að hafa eitthvað  rúm 20.000 fyrir vinnuna á mánuði. Mér finnst þetta fjarri öllu velsæmi því að sjálfsögðu hefði ekki átt að skerða hana neitt. Á ekki að vera hægt að treysta læknum til þess að meta fólk til örorku ég bara spyr, og ef svo er,þá á fólk ekki að missa bæturnar þó að það fari í vinnu. Það er mannvonska að setja svona lög af fólki sem lifir í alsnægtum og veit ekki hvernig það er að eiga ekki fyrir næstu máltíð. Það þarf að hækka bæturnar og síðan á fólkið að mega að þreifa fyrir sér í vinnu og finna hvað það getur og þolir með góðu móti í nokkra mánuði án þess að missa bæturnar. Síðan mætti hugsa sér að hægt væri að koma upp kerfi þar sem fólk væri metið upp á nýtt til dæmis á hálfs árs fresti  Það er mjög undarlegt að refsa fólki fyrir að vinna  maður hefði haldið að það væri af hinu góða. Annað dæmi um þetta  er maður, sem er samskonar öryrki, fékk sér vinnu í mánuð, þoldi það ekki  en fékk 120.000 í laun og var refsað með því að missa bætur í fjóra mánuði á eftir.  Finnst ykkur þetta réttlátt?  Er ekki mál til komið að gefa svona ríkisstjórn frí næstu fjögur árin að minnsta kosti? Ég held það bara.

Við hjá Frjálslynda flokknum munum beita okkur fyrir mannréttindum öryrkja.

Munið X-F 12 maí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Brynja.

Það er alveg hárrétt hjá þér að hér er ekki lengur um mannréttindi að ræða, þeim hefur einfaldlega verið stungið undir stól, þegar kemur að fólki sem misst hefur heilsuna einhverra hluta vegna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2007 kl. 00:03

2 identicon

Þessi dæmi sem þú gefur upp eru villandi eða röng. Í fyrra dæminu hefur viðkomandi þá tekjur annars staðar frá, líklega úr lífeyrisjóði. Komið er yfir skerðingarmörk ef hún var með 58.000 áður en hún tók að sér vinnu. 120.000 tekjur í einn mánuð valda því ekki að bætur falli niður í 4 mánuði á eftir. Eitthvað annað hefur komið til eða upplýsingar ekki borist TR til réttra útreikning.

Að því sögðu þá tek ég undir það að skerðingarmörk þurfi að endurskoða og finna leiðir til að innleiða meiri hvata fyrir lífeyrisþega til að taka að sér launuð störf eins og þeir treysta sér til. En hugsun er að greiða sem hæst til þeirra sem hreinlega geta ekkert unnið - ekki að refsa þeim sem geta unnið - á því græðir enginn því hálfgerð rökleysa

Harpa Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir

Sæl Harpa í fyrra dæminu er það þannig að maður konunnar er í tveim vinnum til að endar nái saman þess vegna hefur hún þessar smánarbætur sem er afleiðing á að ef þú ert öryrki eru ekki sjálfstæður einstaklingur þessu þarf að sjálfsögðu að breyta. Hvað er það annað en refsing að taka 8.000 af 58.000 krónum sem er bara til háborinnar skammar. Í seinna dæminu þá er ekki nó með að hann misti bæturnar í fjóra mánuði heldur er líka enn teknar 5.000 krónur af hverri mánaðar greiðslu.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, 1.4.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband