19.3.2007 | 20:17
Skattarnir og börnin okkar.
Heil og sæl.
Jæja þá ætla ég að reifa hugmyndir mínar um einfaldari og hagkvæmari skatta fyrir láglauna fólkið og barnafólkið. Ég vil leggja niður persónuafslátt og barnabætur í núverandi mynd. Barnabæturnar eins og þær eru í dag ala á órétti milli foreldra með tekjutengingu þannig að það er miðað við heildartekjur en ekki eftir skatta. Ég hef aldrei vitað að maður gæti notað sömu krónuna tvisvar eins og þeir sem settu þessi ólög virðast halda að sé hægt. Kannski eru þeir svona klárir að geta það, hver veit.
Skattleysismörk einstaklings þurfa að hækka.
Barnafólk fengi skattafslátt fyrir hvert barn frá fæðingu til 18 ára, fasta tölu í hverjum mánuði. Það er ekki sanngjarnt að það borgi það sama og þeir sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Ef tekjur nægja ekki fyrir skattafslættinum þá borgar ríkið það sem upp á vantar.
Þetta er mun einfaldara, að vera ekki fyrst að taka skatt og reikna svo til baka einhverja hungurlús og mismuna fólki stórlega. Fyrir utan að þetta myndi spara mikla útreikninga sem voru engum til góðs.
Síðan yrðu þrjú skattþrep þannig að þeir sem hæst hafa launin borgi mest.
Mín hugmynd er. 25% 35% og 45% í skattþrepin.
Endilega segið hvað ykkur finnst um þessar hugmyndir.
Brynja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2007 kl. 21:10 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Brynja.
Ég held að krafan um 150 þúsund króna skattleysismörk sé hvoru tveggja sjálfsögð og mjög eðlileg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.3.2007 kl. 01:07
Sammála með 150 þúsund kr, skattleysismörk.
Georg Eiður Arnarson, 23.3.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.