Hver er réttur barna fráskilinna foreldra?

Hvert er hlutverk barnaverndarnefndar er það ekki að gæta réttar barnsins í hvívetna og að ekki sé á því brotið.  

Það er sorglegt hvernig börnin lenda á milli foreldra sem skilja .

Ég vil skora á alla sem skilja að hugsa um það hvað er best fyrir blessuð börnin  og reyna að leysa málin í sátt og samlyndi svo börnin hljóti ekki skaða af. Það er vissulega nógu erfitt fyrir þau að sjá á eftir öðru foreldrinu flytja burt af heimilinu. Þó þau lendi ekki í einhverri orrahríð á milli pabba og mömmu líka. 

Það er mikil nauðsyn að velja góða og hæfa einstaklinga  í barnaverndarnefndir.

Fólk sem ber virðingu fyrir börnum og ber hag þeirra fyrir brjósti í hvívetna.

Fólk sem leggur sig í líma til að setja sig inn í mál foreldrana og sætta þeirra sjónarmið  og leysa málin öllum til hagsbóta


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála þér Brynja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Brynja.  Já sammála líka. Þau eru ótrúleg dæmin sem maður hefur heyrt um togstreituna sem börn ganga í gegnum við skilnað foreldranna. kveðjur norður Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baráttukveðjur Brynja

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband