Bændur og ríkisstyrkir.

Landbúnaðarstefna stjórnvalda er að ganga að landbúnaðinum dauðum. Hún kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun í greininni vegna þess að það er svo dýrt að kaupa sér jörð og framleiðslurétt, að ungt fólk leggur ekki í það. Það er vonlaust fyrir þann sem ekki kaupir sér rétt að fara út í mjólkurframleiðslu eða lambakjöt vegna þess að þeir hafa yfirburðastöðu sem eru fyrir í greininni og fá himinháa styrki úr ríkissjóði.

 Maður sem er með 300.000 lítra mjólkurrétt fær td 12.000.000 úr ríkissjóði árlega er það ekki dæmalaust með svo stórt bú . Það er ekki að sjá að hagkvæmnin sé mikil ef þetta stóra bú getur ekki rekið sig á markaðinum, eins og td svínabændur, nautakjötsbændur, alifuglabændur,hrossabændur,eggjabændur. Þetta er allt án ríkisstyrkja og þarf að lúta lögmáli markaðarsins. Eiga bændur ekki að búa allir við það sama, þarna er mikið misrétti í gangi og kemur óneitalega spánskt fyrir sjónir á þessum jafnréttistímum þegar allir krefjast sömulauna fyrir sömu störf.

Hvað með annan atvinnurekstur ekki býr hann við ríkisstyrki.

Stjórnunin í landbúnaðinum hefur í 30 ár alið á misrétti í bændastétt og er löngu tímabært að aflétta þessu helsi af bændum svo hver og einn fái notið sín á eigin forsemdum og án framleiðslustyrkja. Við hjá Frjálslyndum viljum frekar taka upp byggðastyrki sem tengdust þá framkvæmdum á jörðinni, fjöldskyldustærð og viðkomandi yrði að búa á jörðinni og þannig styrkur kæmi bara þeirri jörð til góða og ekki væri hægt að framselja hann. Allir sætu við sama borð.  Bændur sem aðrir atvinnurekendur eiga að hafa aðgang að fjármagni á góðum kjörum.

Þeir sem kynnu að reka bú sín af hagkvæmi mundu lifa en hinir mundu heltast úr lestinni  það er það eina rétta, þannig er það í öðrum atvinnuresktri.

Ég hef reynslu af að búa í frjálsum búskap fyrir tíma kvótastýringar og líka í hafta búskap þar sem þeir sem voru ríkisstyrktir gátu boðið niður úr öllu valdi það sem ég framleiddi, það er skammarlegt kerfi og á ekki að líðast.

Ég vil frelsi og jafnrétti í greininni svo sveitir landsins blómstri á ný og ungt og dugandi fólk geti hafið búskap á jafnréttisgrunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð grein Brynja.

baráttukveðjur úr Suðvestrinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.5.2007 kl. 02:08

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Brynja. Takk fyrir góða viðkynningu í kosningabaráttunni.

Þetta er mjög fín grein og fróðleg. Við sjáumst síðar kveðja úr Kraganum

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband