Íslendingar og nýbúar.

Ég velti fyrir mér hvernig stendur á því að  sumt fólk hefur á móti því að hafa góða stjórn á öllum málum nýbúa sem vilja setjast að á Íslandi. Ekki mundum við vilja að það væri komið fram við okkur í öðru landi þannig, að við fengjum bara lélegustu störfin og verst borguðu og jafnvel einhver skammarlaun eins og dæmi er um að hafi verið gert við nýbúa hér. Mér væri óneitanlega mun rórra í skapi, ef barnið mitt væri að flytja til annars lands, að þar væri góð stjórn á öllum hlutum ,sem snerti nýbúa þess lands. Og mun ánæjulegra heldur en að það gæti flætt fólk stjórnlaust ínn í landið og hefði svo hvorki vinnu né neina þjónustu og byggi við sult og seyru. Ég er ekki að segja að ástandið sé svona hérna núna en það gæti hins vegar komið upp ef við gerum ekkert í málunum. Því er betra  að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní, heldur en að fljóta að feigðarósi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nákvæmlega Brynja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.4.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband